Sögulegt bikarævintýri

Leikmenn Lincoln fagna sigri.
Leikmenn Lincoln fagna sigri. AFP

Árangur Lincoln City í ensku bikarkeppninni er einstakur í sinni röð. Aldrei áður, frá því deildirnar í enska fótboltanum urðu fjórar í stað tveggja í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, fyrir 97 árum, hefur lið sem ekki á sæti í ensku deildakeppninni komist í átta liða úrslit bikarkeppninnar.

Fyrir árið 1920 gerðist það af og til að lið utan deilda komust lengra, síðast QPR sem komst í átta liða úrslitin árið 1914, en þá voru ekki nema tvær deildir með samtals 40 liðum á Englandi. Frá 1920 léku 88 lið í deildakeppninni og í dag eru þau 92 talsins.

Lincoln City á nú að baki átta leiki í bikarkeppninni í vetur og hefur slegið út sex lið. Fyrst utandeildaliðin Guiseley og Altrincham, þá C-deildarlið Oldham, síðan var komið að B-deildarliðunum Ipswich og Brighton og á dögunum voru Jóhann Berg Guðmundsson og samherjar hans í úrvalsdeildarliði Burnley fórnarlömbin.

Sjá umfjöllun um árangur Lincoln City og Íslandstengingu félagsins í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert