„Held að þetta hafi verið víti“

Cesar Azpilicueta stekkur upp á félaga sína þegar Chelsea skoraði …
Cesar Azpilicueta stekkur upp á félaga sína þegar Chelsea skoraði á Stamford Bridge í gær. AFP

Alan Shearer, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins og einn af sparkspekingum á BBC, er þeirrar skoðunar að Swansa hafi átt að fá vítaspyrnu þegar Gylfi Þór Sigursson vippaði boltanum upp í höndina á Cesar Azpilicueta í stöðunni 1:1 í leik Chelsea og Swansea á Stamford Bridge í gær.

„Ég held að þetta hafi verið víti. Ég tel að Azpilicueta hafi vísvitandi hreyft höndina í boltann og Chelsea slapp vel. Það hefði getað breytt leiknum ef dómarinn hefði dæmt vítaspyrnu,“ segir Shearer en skömmu eftir þetta atvik kom Pedro Chelsea-liðinu í 2:1 og það var síðan Diego Costa sem innsiglaði sigur Lundúnaliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert