Kemst Tottenham í annað sætið?

Harry Kane er búinn að skora 10 mörk í síðustu …
Harry Kane er búinn að skora 10 mörk í síðustu tíu leikjum sínum. AFP

Tottenham getur skotist í annað sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið tekur á móti Stoke City í eina leiks dagsins í deildinni.

Tottenham er með 50 stig í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City og 13 stigum á eftir Chelsea. Stoke er í 10. sætinu með 32 stig.

Tottenham hefur unnið tvo síðustu deildarleiki á móti Stoke, 4:0, en báðir þeir leikir unnust á útivelli. Tottenham hefur  aðeins tapað einum af síðustu tíu deildarleikjum þar sem Harry Kane hefur verið atkvæðamikill en hann hefur skorað 10 mörk í síðustu tíu leikjum.

Stoke hefur verið á ágætri siglingu og hefur aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum sínum.

Flautað verður til leiks á White Hart Lane klukkan 13.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert