Aston Villa tapaði svimandi upphæðum

Birkir Bjarnason með Villa-treyjuna.
Birkir Bjarnason með Villa-treyjuna. Ljósmynd/Twitter

Aston Villa, félag landsliðsmannsins Birkis Bjarnasonar, tapaði svimandi háum fjárhæðum á síðasta rekstrarári, 2015-2016. Þetta var tilkynnt í dag.

Það kemur ef til vill ekki á óvart þar sem liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni síðastliðið vor, en samanlagt tap nemur rúmum 80 milljónum punda. Það samsvarar um 11 milljörðum íslenskra króna. Rekstrarárið á undan nam tapið um 26 milljónum punda og hafði fallið því sitt að segja.

Vonir um að rétta fjárhaginn við með því að komast beint upp úr B-deildinni eru orðnar að engu, en Villa situr í 17. sæti B-deildarinnar. Birkir gekk í raðir félagsins í janúar en hefur ekki enn unnið leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert