Man City auðveldlega áfram

Sergio Agüero fagnar í kvöld.
Sergio Agüero fagnar í kvöld. AFP

Manchester City komst í kvöld áfram í 8-liða úrslit enska FA-bikarsins í knattspyrnu eftir auðveldan 5:1-sigur á B-deildarliði Huddersfield í endurteknum leik í kvöld. Liðin gerðu markalaust jafntefli við skemmstu og þurftu að mætast á ný.

Huddersfield komst yfir snemma leiks, en þrjú mörk á tæpum tíu mínútum fyrir hlé setti tóninn fyrir City. Sergio Agüero skoraði tvívegis og þeir Leroy Sane og Pablo Zabaleta skoruðu sitt markið hvor. Kelechi Iheanacho rak svo smiðshöggið í uppbótartíma, lokatölur 5:1.

City mætir Middlesbrough í 8-liða úrslitum keppninnar.

90. Leik lokið.

90. Mark! Staðan er 5:1. Í uppbótartíma rekur Kelechi Iheanacho síðasta naglann í kistu Huddersfield.

74. Mark! Staðan er 4:1. City gerir út um þetta núna, Sergio Agüero skorar annað mark sitt.

45. Hálfleikur.

38. Mark! Staðan er 3:1. Endurkoman sannarlega fullkomnuð hjá City. Pablo Zabaleta skorar af stuttu færi eftir undirbúning Agüero.

35. Mark! Staðan er 2:1. Nú er allt með City. Sergio Agüero skorar af vítapunktinum.

30. Mark! Staðan er 1:1. Leroy Sane jafnar metin eftir undirbúning Raheem Sterling.

6. Mark! Staðan er 0:1. Heldur betur óvænt! Harry Bunn kemur Huddersfield yfir með skoti sem fer undir Claudio Bravo.

4. City kemst nálægt þegar Leroy Sane á skot sem fer í stöngina

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Man City: Bravo, Zabaleta, Clichy, Stones, Otamendi, Fernandinho, A. Garcia, De Bruyne, Sterling, Sané, Agüero.

Huddersfield: Coleman, Cranie, Hudson, Stankovic, Holmes-Dennis, Whitehead, Billing, Lolley, Payne, Bunn, Quaner.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert