Stórtap hjá Liverpool

Roberto Firmino kostaði skildinginn.
Roberto Firmino kostaði skildinginn. AFP

Liverpool tapaði háum fjárhæðum á rekstrarárinu 2015-2016 og er þar helst um að kenna háum fjárhæðum sem Brendan Rodgers setti í leikmannakaup.

Alls nam tap Liverpool um 20 milljónum punda fyrir skatta, sem gerir um 2,6 milljarða íslenskra króna, en á þessu tímabili keypti Liverpool 12 leikmenn. Meðal þeirra var Christian Benteke á 32 milljónir punda og Roberto Firmino á 29 milljónir punda.

Rekstrarárið áður hagnaðist Liverpool um 60 milljónir punda, sem skýrist af því að Luis Suárez var seldur til Barcelona fyrir 75 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert