Versti kafli Arsenal í 22 ár

Stuðningsmenn Arsenal létu óánægju sína í ljós í stúkunni í …
Stuðningsmenn Arsenal létu óánægju sína í ljós í stúkunni í dag. AFP

Arsenal tapaði fyrir West Brom, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og létu stuðningsmenn liðsins vel í sér heyra í gagnrýni á knattspyrnustjórann Arsene Wenger.

Þetta var fjórða tap Arsenal í síðustu fimm leikjum í deildinni, en það hefur ekki gerst síðan í apríl 1995. Þá var Stewart Houston stjóri liðsins til bráðabirgða eftir að George Graham var rekinn.

Arsenal hefur tapað fyrir Watford, Chelsea, Liverpool og nú West Brom, en vann Hull. Markatala Arsenal í þessum fimm leikjum er samtals 6:11.

Arsenal er nú í 5. sæti deildarinnar, fimm stigum frá fjórða sætinu. Liðið getur dottið niður í 6. sætið á morgun ef Manchester United vinnur sinn leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert