Einn af bestu sonum Liverpool er látinn

Ronnie Moran, einn af bestu sonum enska knattspyrnuliðsins Liverpool, er látinn, 83 ára gamall.

Moran gegndi nánast öllum störfum hjá Liverpool. Hann lék 379 leiki með liðinu frá 1952 til 1966 og var fyrirliði liðsins um tíma. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk með liðinu var hann í þjálfarateymi félagsins um árabil en Moran starfaði fyrir félagið í 49 ár

Í tvígang tók hann við knattspyrnustjórastarfi félagsins tímabundið, fyrst eftir að Kenny Dalglish lét af störfum vegna mikils álags en liðið var þá í toppsæti deildarinnar og ári síðar þegar Graeme Souness þurfti að gangast undir hjartaaðgerð.

Sonur Morans staðfestir í samtali við fjölmiðla að faðir sinn hafi látist eftir stutt veikindi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert