Gylfi fær ósanngjarna meðferð

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, segir að landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fái ekki það hrós sem hann eigi skilið eftir frábæra frammistöðu sína á tímabilinu.

Gylfi hefur skorað 9 mörk og lagt upp önnur 11 í ensku úrvalsdeildinni í vetur, en Swansea er í harðri fallbaráttu og situr sem stendur í 17. sæti deildarinnar.

„Þegar lið eru í neðri hluta deildarinnar þá fá leikmennirnir ekki sömu viðurkenningu,“ sagði Clement og hrósaði Gylfa í hástert.

„Hann hefur staðið sig alveg afskaplega vel, og það er engin tilviljun. Hann hefur hæfileikana, en guð minn góður hvað hann leggur hart að sér. Alla daga gerir hann aukaæfingar til þess að bæta sinn leik, tekur virkan þátt í video-fundum og hugsar vel um leikmanninn. Hann er frábær atvinnumaður,“ sagði Clement.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert