Bolasie vonast til að spila á árinu

Yannick Bolasie.
Yannick Bolasie. AFP

Yannick Bolasie, leikmaður Everton, vonast til að geta snúið aftur á fótboltavöllinn áður en árið er búið, en hann er að jafna sig á erfiðum meiðslum sem hann varð fyrir í desmeber á síðasta ári. Bolasie sleit krossband í 1:1 jafnteflinu við Manchester United á Goodison Park. 

„Ég er á góðum stað núna að vinna í að jafna mig. Ég er búinn að gangast undir hnífinn tvisvar, en ég vonast til að spila áður en árið er búið.“

Bolasie spilaði 13 leiki fyrir Everton áður en hann meiddist, en hann kom frá Crystal Palace í sumar. 

„Ég gat ekki verið á vellinum því ég varð stressaður og mig langaði að vera með. Núna get ég hreyft mig aðeins meira og ég er byrjaður að geta mætt á völlinn," sagði Bolasie. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert