Man.Utd ætti að horfa til Liverpool

Ryan Giggs hefur sterkar skoðanir á spilamennsku Manchester United.
Ryan Giggs hefur sterkar skoðanir á spilamennsku Manchester United. AFP

„Manchester United þarf að horfa til þess hvernig Liverpool gerir hlutina að mínu mati. Liverpool fær mörk úr mun fleiri áttum en Manchester United og það verður til þess að liðið breytir jafnteflum í sigra,“ sagði Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður og þjálfari hjá Manchester United, í samtali við Daily Mail.

„Manchester United treystir um of á Zlatan Ibrahimovic á meðan öll framlína Liverpool er að leggja hönd á plóg við markaskorunina. Mannchester United ætti að hætta að velta vöngum yfir því hvort Zlatan verði áfram á næstu leiktið og fara að vinna í því að koma fleirum leikmönnum almennilega inn í sóknarleikinn,“ sagði Giggs enn fremur.

„Á þeim tíma sem ég lék með Manchester United fengum við mörk frá David Beckham, Paul Scholes og ég náði alltaf að skora nokkur mörk. Meira að segja Denis Irwin setti nokkur mörk á hverri leiktíð. Það varð til þess að það var erfitt að verjast okkur og við höfðum betur í leikjum og unnum titla,“ sagði Giggs þegar hann rölti niður minninfgarstíginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert