Arsenal átti ekki möguleika í Palace

Liðsmenn Palace fagna í kvöld.
Liðsmenn Palace fagna í kvöld. AFP

Crystal Palace fór ansi illa með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Selhurst Park í Lúndunum í kvöld og hafði 3:0 sigur. Liðsmenn Arsene Wenger í Arsenal voru algjörlega andlausir og aldrei líklegir til afreka gegn spræku liði Palace.

Andros Townsend skoraði fyrsta markið á 17. mínútu með skoti innan teigs eftir undirbúning Wilfried Zaha og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. 

Yohan Cabaye tvöfaldaði forskot Palace með fallegu skoti á 63. mínútu, enn og aftur eftir undirbúning Zaha. Andros Townsend náði svo í vítaspyrnu skömmu síðar sem Luka Milivojević úr af öryggi. 

Arsenal er nú sjö stigum frá Manchester City sem er í 5. sæti, en Arsenal á einn leik til góða á City. Palace er nú sex stigum fyrir ofan fallsæti. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Cr. Palace 3:0 Arsenal opna loka
90. mín. Leik lokið Ótrúlega þægilegur sigur Palace.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert