Sánchez gæti farið til Man. City

Alexis Sánchez er orðinn þreyttur á slöppu gengi Arsenal.
Alexis Sánchez er orðinn þreyttur á slöppu gengi Arsenal. AFP

Samkvæmt Sky Sports eru líkurnar á að Sílebúinn Alexis Sánchez yfirgefi Arsenal fyrir Manchester City að aukast. City hefur mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir, en Sánchez á aðeins 14 mánuði eftir af samningi sínum við Arsenal. 

Sánchez er búinn að skora 18 deildarmörk á tímabilinu og er talið að City sé reiðubúið að borga Arsenal í kringum 50 milljónir punda fyrir leikmanninn ásamt því að borga honum 200.000 pund í vikulaun. 

Talið er að Sánchez sé orðinn þreyttur á slöku gengi Arsenal og vill hann ólmur berjast um stærstu titla Evrópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert