Gylfi nálgaðist Kevin De Bruyne

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea City í leik liðsins gegn …
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea City í leik liðsins gegn Middlesbrough fyrr á leiktíðinni. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Swansea City, lagði upp annað mark liðsins gegn Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Gylfi Þór og Chrisitan Eriksen, leikmaður Tottenham Hotspur, hafa báðir lagt upp 12 mörk í deildinni á timabilinu og eru einni stoðsendingu á eftir Kevin De Bruyne, leikmanni Manchester City sem trónir á toppi listans yfir flestar stoðsendingar í deildinni á leiktíðinni.

Swansea City er enn í fallsæti þrátt fyrir sigurinn í dag, en liðið situr í 18. sæti deildarinnar með 31 stig og er tveimur stigum á eftir Hull City sem er í næsta sæti fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert