Arsenal í úrslitaleikinn

Arsenal er komið í úrslitin í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir sigur á Manchester City, 2:1, í framlengdum leik á Wembley í dag. Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleiknum á Wembley 27. maí.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Sergio Agüero fyrir Manchester City á 62. mínútu eftir að hafa fengið langa sendingu fram völlinn frá Yaya Touré.

Nacho Monreal jafnaði fyrir Arsenal á 71. mínútu með viðstöðulausu skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Alex Oxlade-Chamberlain, 1:1, og þar með þurfti að framlengja leikinn.

Alexis Sánchez skoraði sigurmark Arsenal á elleftu mínútu framlengingarinnar með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Mesut Özil og skalla frá Laurent Koscielny.

Arsenal 2:1 Man. City opna loka
120. mín. Leik lokið Arsenal er komið í úrslitaleikinn gegn Chelsea.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert