Jóhann með á ný en United vann

Wayne Rooney fagnar eftir að hafa komið Manchester United í …
Wayne Rooney fagnar eftir að hafa komið Manchester United í 2:0 á Turf Moor í dag. AFP

Manchester United styrkti stöðu sína í baráttunni um Meistaradeildarsæti með því að sigra Burnley all örugglega, 2:0, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Anthony Martial kom United yfir á 21. mínútu og Wayne Rooney bætti við marki á 39. mínútu.

United er áfram í fimmta sæti en er nú með 63 stig, einu minna en nágrannarnir í Manchester City og þremur minna en Liverpool. Burnley er áfram í 15. sæti með 36 stig, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inná sem varamaður hjá Burnley á 61. mínútu og lék sinn fyrsta leik í deildinni á þessu ári en hann meiddist á hné í bikarleik í janúar og hefur verið frá keppni síðan.

Burnley 0:2 Man. Utd opna loka
90. mín. Paul Pogba (Man. Utd) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert