Newcastle upp í úrvalsdeildina

Ayoze Perez skoraði tvö af mörkum Newcastle.
Ayoze Perez skoraði tvö af mörkum Newcastle. AFP

Newcastle, undir stjórn Rafael Benítez, tryggði sér í kvöld sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð með því að vinna stórsigur gegn Preston, 4:1, á St.James Park í Newcastle.

Ayoze Perez skoraði tvö af mörkum Newcastle og þeir Christian Atsu og Matt Ritchie, úr vítaspyrnu, skoruðu sitt markið hvor. Preston lék manni síðustu 25 mínúturnar eftir að Paul Gallagher fékk að líta rauða spjaldið. Mikill fögnuður braust út á St.James Park eftir leikinn en Newcastle féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Brighton hafði áður tryggt sér sæti í deild þeirra bestu. Brighton er í toppsæti ensku B-deildarinnar með 92 stig, Newcastle hefur 88, Reading 79, Sheffield Wednesday 78, Huddersfield Town 78 og Fulham 76 en liðin sem hafna í sætum 2-6 fara í umspil um þriðja lausa sætið í úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert