Fyrrum leikmaður Newcastle handtekinn

Sylvain Marveaux stekkur upp í skallaeinvígi með liði sínu Lorient.
Sylvain Marveaux stekkur upp í skallaeinvígi með liði sínu Lorient. AFP

Samkvæmt BBC hefur franski kantmaðurinn Sylvain Marveaux, fyrrum leikmaður Newcastle, verið handtekinn í heimalandinu í tengslum við rannsókn skattayfirvalda á Englandi og í Frakklandi á meintum skattsvikum.

Í gær var framkvæmdastjóri Newcastle, Lee Charnley, handtekinn vegna sömu rannsóknar og gerð húsleit hjá fleiri félögum, meðal annars West Ham. Marveaux er sagður einn af fjórum leikmönnum sem hefur verið handtekinn, en aðrir hafa ekki verið nafngreindir.

Marveaux var keyptur til Newcastle árið 2011 en átti erfitt með að festa sig í sessi. Hann var lánaður aftur til heimalandsins og hélt svo endanlega aftur heim síðasta sumar og gekk til liðs við Lorient.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert