José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester City, var ekki sáttur við Sergio Agüero, framherja Manchester United, í atvikinu þegar Marouane Fellaini var rekinn af velli eftir viðskipti þeirra.
„Maraoune sagðist hafa fengið rauða spjaldið af því hann er Marouane Fellaini. Dómarinn Martin Atkinson sagði að þetta hefði verið rautt spjald að hans mati,“ sagði Mourinho en Fellaini fékk beint rautt spjald fyrir að skalla Argentínumanninn.
„Ég sá Agüero í leikmannagöngunum eftir leikinn og hann var ekki nefbrotinn né með neinn höfuðskaða. Hann virtist vera jafngóður og áður. Ef Sergio hefði ekki farið í grasið þá hefði Fellaini ekki verið sendur af velli en Marouane gaf honum tækifæri til þess. Ég get giskað á að þetta hafi verið svolítið rautt spjald og hluti var kænska hjá þessum reynslumikla Argentínumanni,“ sagði Mourinho.