Shakespeare tjáir sig ekki um framtíðina

Craig Shakespeare.
Craig Shakespeare. AFP

Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester, segist ekkert vita hvað framtíð sín beri í skauti sér eftir að tímabilinu lýkur í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði.

„Framtíð mín mun leysast af sjálfu sér, en það sem skiptir öllu máli er framtíð félagsins. Ég hef ekkert talað um hvort ég haldi áfram og við þurfum bara að setjast niður eftir tímabilið. Ég er með mínar skoðanir, strangar skoðanir, en það er ekkert sem verður tekið fyrir fyrr en eftir tímabilið,“ sagði Shakespeare á fréttamannafundi í dag.

Shakespeare tók við af Claudio Raneri sem var látinn taka poka sinn í febrúar. Ranieri stýrði eins og frægt er Leicester til Englandsmeistaratitilsins en var látinn fara eftir slæmt gengi á leiktíðinni þar sem liðið sogaðist niður í fallbaráttu og vann aðeins fimm leiki af 25. Leicester ern ú í 15. sæti með 37 stig, sex stigum frá falli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert