Aron Einar leikmaður ársins (myndskeið)

Aron Einar Gunnarsson, leikmaður ársins hjá Cardiff.
Aron Einar Gunnarsson, leikmaður ársins hjá Cardiff. Ljósmynd/twitter-síða Cardiff

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svo sannarlega maður kvöldsins á lokahófi velska liðsins Cardiff City í gærkvöld.

Aron sópaði að sér verðlaunum á lokahófinu. Hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu og bæði samherjar hans og stuðningsmenn félagsins völdu Aron Einar leikmann ársins.

Cardiff er í 13. sæti ensku B-deildarinnar þegar einni umferð er ólokið. Aron Einar hefur verið í stóru hlutverki með Cardiff-liðinu á tímabilinu en hann hefur komið við sögu í 39 af 45 leikjum liðsins í deildinni og hefur í þeim skorað þrjú mörk og lagt upp þrjú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert