Gylfi er alls ekki til sölu

Gylfi og Llorente eru ekki til sölu.
Gylfi og Llorente eru ekki til sölu. AFP

Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, segir Gylfa Þór Sigurðsson og aðra mikilvæga leikmenn liðsins alls ekki vera til sölu.

Swansea var í neðsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir 19 leiki þegar Clement tók við en hann var þriðji þjálfari Swansea á leiktíðinni eftir að Bob Bradley og Francesco Guidolin voru báðir reknir. Svo fór að Swansea endaði í 15. sæti og fékk Clement 29 stig úr 19 leikjum. 

„Við viljum halda bestu leikmönnunum okkar og styrkja okkur. Við viljum alls ekki veikja liðið fyrir næstu leiktíð og við þurfum ekki að selja leikmennina okkar.“

Clement var svo spurður sérstaklega út í Gylfa Þór. 

„Það er alveg á hreinu að við viljum ekki selja hann né aðra af okkar bestu mönnum, hann og Fernando Llorente hafa notið þess að vera með okkur síðari hluta leiktíðarinnar. Þeir geta séð að þetta félag á ekki að vera að berjast fyrir lífi sínu í deildinni,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert