Kane markakóngur Englands

Harry Kane og þjálfari hans, Mauricio Pochettino, ánægðir með gullskóinn.
Harry Kane og þjálfari hans, Mauricio Pochettino, ánægðir með gullskóinn. AFP

Harry Kane skoraði mest allra í ensku úrvalsdeildinni sem lauk í dag. Kane skoraði 29 mörk á leiktíðinni, fjórum meira en Romelu Lukaku sem var með 25. Kane fékk gullskó deildarinnar í verðlaun fyrir afrekið, en hann varð einnig markakóngur á síðustu leiktíð.

Kane skoraði sjö mörk gegn Leicester og Hull í síðustu tveimur leikjum deildarinnar. 

Kevin De Bruyne lagði upp flest mörk af öllum. Belginn lagði upp 18 mörk á þessari leiktíð en Christian Eriksen kom þar á eftir með 15 og Gylfi Þór Sigurðsson var í þriðja sæti með 13. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert