„Ég hef ekki áhuga á öðru starfi“

Sam Allardyce.
Sam Allardyce. AFP

„Ég fékk tækifæri til þess að endurreisa orðspor mitt,“ segir Sam Allardyce í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld og staðfesti þann orðróm að hann væri hættur sem stjóri Crystal Palace eftir að hafa bjargað liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni.

Í yfirlýsingunni þakkar hann forráðamönnum Palace fyrir traustið eftir að hafa yfirgefið landsliðsþjálfarastarf Englands með skömm í haust eftir aðeins 67 daga í starfi. Hann segist nú ekki vilja snúa á ný í knattspyrnustjórastólinn.

„Það koma tímar þar sem þú þarft að ákveða hvert þú vilt að líf þitt stefni. Ég vil geta notið lífsins meðan ég enn get. Ég vil nota orkuna í að ferðast og vera meira með fjölskyldunni án þeirrar pressu sem fylgir því að vera knattspyrnustjóri. Ég hef ekki áhuga á öðru starfi,“ segir Allardyce í yfirlýsingunni, sem lesa má í heild sinni hér hjá Sky Sports. 

All­ar­dyce tók við Palace seint í des­em­ber­mánuði og skrifaði und­ir tveggja og hálfs árs samn­ing við Lund­únaliðið eft­ir að Alan Par­dew hafði verið rek­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert