Hafa lokað fyrir veðmál um vistaskipti Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Margir veðbankar á Englandi hafa lokað fyrir veðmál um vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Swansea til Everton.

Enska blaðið Mirror greindi frá því í morgun að Everton hafi náð samkomulagi við Swansea um kaup á Gylfa fyrir 25 milljónir punda en sú frétt var svo borin til baka af aðaleigenda Swansea sem segir að Gylfi sé ekki til sölu.

Beðið er fregna af málum Ross Barkleys en miðjumaðurinn sterki í liði Everton er að renna út á tíma að svara Everton um það hvort hann ætli að framlengja samning sinn við félagið eða ekki. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum en taki hann þá ákvörðun að framlengja ekki samninginn verður hann umsvifalaust settur á sölulista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert