Setur Arsenal tvö met?

Brosir Arsene Wenger í leikslok í dag.
Brosir Arsene Wenger í leikslok í dag. AFP

Arsenal setur nýtt met í dag þegar félagið mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þetta er tuttugasti úrslitaleikur Arsenal í keppninni frá upphafi og félagið fer fram úr Manchester United, sem á 19 leiki að baki.

Þetta eru jafnframt sigursælustu félögin með 12 bikartitla hvort og Arsenal verður því með flesta sigra af öllum, takist Arsene Wenger og mönnum hans að leggja nýkrýnda Englandsmeistara Chelsea að velli á Wembley í dag. Arsenal vann keppnina síðast árið 2015.

Chelsea er hins vegar á leið í tólfta úrslitaleik sinn, en félagið hefur sjö sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 2012. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, getur teflt fram sterkasta liði sínu en Arsenal saknar miðvarðarins Laurent Koscielny, sem er í leikbanni. Gabriel er meiddur og tvísýnt hvort Shkodran Mustafi getur spilað vegna höfuðhöggs sem hann fékk og vörnin er því höfuðverkurinn hjá Wenger fyrir þennan lokaleik tímabilsins í ensku knattspyrnunni. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert