Vardy leitar að næsta Vardy

Jamie Vardy.
Jamie Vardy. AFP

Knattspyrnumaðurinn Jamie Vardy, landsliðsframherji Englands og leikmaður Leicester City, hefur komið af stað áhugaverðu framtaki og sett sjálfur 100 þúsund pund í það verkefni að gefa knattspyrnumönnum, sem hafa verið afskrifaðir, annan möguleika.

Vardy var sjálfur í níu ár í neðri deildum Englands áður en Leicester keypti hann frá Fleetwood á 1 milljón punda fyrir fimm árum. Með betri kaupum sem hafa verið gerð á Englandi en Vardy var lykilmaður í ótrúlegum uppgangi Leicester í Englandi sem endaði auðvitað með Englandsmeistaratitlinum.

42 leikmenn, sem hafa verið afskrifaðir af stærri félögum á Englandi og sagðir aldrei ná langt í íþróttinni, munu fá annað tækifæri 5. júní í akademíu Vardy sem hefur fengi nafnið Vardy V9 Akademían.

Þar munu njósnarar frá hinum ýmsu félögum í Evrópu mæta til þess að skoða leikmennina, sem munu leika æfingaleiki gegn velsku félögunum TNS og Bangor City.

Ljós er að um mikið hjartans mál er að ræða fyrir Vardy sem eins og fyrr segir hefur sett 100 þúsund pund sjálfur í þetta og áhugavert að sjá úr hverju verður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert