Verða Terry og Birkir liðsfélagar?

Mun John Terry leika með Birki Bjarnasyni á næstu leiktíð?
Mun John Terry leika með Birki Bjarnasyni á næstu leiktíð? AFP

Breski fjölmiðillinn BBC greinir frá því að John Terry hafi fengið samningstilboð frá Aston Villa. Terry hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Chelsea eftir að hafa verið á mála hjá liðinu síðan árið 1905.

Terry hefur fengið tilboð frá fjölmörgum félögum og liggur undir feldi í Portúgal þessa dagana. Ákveði Terry að velja Aston Villa verður hann liðsfélagi Birkis Bjarnasonar.

Terry hefur verið fyrirliði Chelsea frá árinu 2001, en hann var fyrst um sinn varafyrirliði liðsins á eftir Marcel Desailly og tók síðan við bandinu af franska landsliðsmiðverðinum árið 2004.

Terry varð fimm sinnum enskur meistari með Chelsea, fimm sinnum enskur bikarmeistari með liðinu og þrisvar sinnum enskur deildabikarmeistari.

Þá bar Terry sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu með Chelsea árið 2012 eftir sigur á Bayern München í úrslitaleik keppninnar og í Evrópudeildinni ári síðar með sigri á Benfica í úrslitum keppninnar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert