Gylfi færist nær Everton

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það bendir allt til þess að Gylfi Þór Sigurðsson skrifi undir samning við enska úrvalsdeildarliðið Everton á allra næstu dögum, væntalega í þessari viku, en Everton er í samningaviðræðum við Swansea um kaup á íslenska landsliðsmanninum.

Félögin hafa enn ekki komist að samkomulagi um kaupverðið samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Swansea er ekki reiðubúið að láta Gylfa af hendi fyrir minna en 35 milljónir punda en sú upphæð jafngildir 4,7 milljörðum íslenskra króna.

Líklegt þykir að félögin mætist á miðri leið og að Everton kaupi Gylfa á 32 milljónir punda en Swansea mun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ekki ætla að standa í vegi fyrir Gylfa að fara frá félaginu bjóði Everton þá upphæð sem Swansea sættir sig við. Breska dagblaðið Mirror segist hafa heimildir fyrir því að vikulaun Gylfa verði 135.000 pund en sú upphæð jafngildir rúmum 18 milljónum íslenskra króna. Gylfi á þrjú ár eftir af samningi sínum við Swansea en hann kom til liðsins frá Tottenham árið 2014 og hefur farið á kostum með velska liðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert