Elvar Páll fótbrotnaði

Elvar Páll Sigurðsson í leik með Leiknismönnum.
Elvar Páll Sigurðsson í leik með Leiknismönnum. mbl.is/Ófeigur

Elvar Páll Sigurðsson, sóknarmaður Leiknismanna í Breiðholti, er ökklabrotinn og gengst undir aðgerð í dag. Þetta staðfestir hann í samtali við vefinn 433.

Elvar varð fyrir meiðslunum í 3:1 sigri Leiknismanna gegn Gróttumönnum í Inkasso-deildinni í gærkvöld. Hann festi takkana í grasinu á 35. mínútu með fyrrgreindum afleiðingum.

Þar með er ljóst að Elvar leikur ekki meira með Breiðhyltingum á tímabilinu en hann hefur skorað 4 mörk í 11 leikjum með Leikni í deildinni.

Það verður því vængbrotið lið Leiknis sem mætir Íslandsmeisturum FH í undanúrslitum Borgunarbikarsins í Kaplakrika föstudaginn 28. júlí því þrír sterkir leikmenn liðsins taka út leikbann í þeim leik, fyrirliðinn Brynjar Hlöðversson, Kristján Páll Jónsson og Halldór Kristinn Halldórsson.

<br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert