Zlatan er enn leiðtogi hjá United

Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba.
Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba. AFP

Áhrifa Zlatans Ibrahimovic gætir enn á Old Trafford þrátt fyrir að samningur Svíans við Manchester United sé runninn út.

Þetta segir Paul Pogba, miðjumaður United, en Zlatan sleit krossband í hné í apríl og er ekki búist við honum á völlinn á ný fyrr en í lok árs. Hann fékk í kjölfarið ekki framlengingu á samningi sínum við United en José Mourinho segir þó að dyrnar séu enn opar fyrir hann á Old Trafford.

„Zlatan er gríðarlegur leiðtogi og hann er mikill leiðtogi fyrir okkur því hann er enn hluti af liðinu, jafnvel þó hann sé ekki að spila,“ sagði Pogba, sem sjálfur vonast til þess að verða leiðtogi í liðinu.

„Ég hef verið hér núna í eitt tímabil og vonast til að verða enn frekari leiðtogi. Ég get lært af honum [Zlatan], Michael Carrick og öllum í liðinu,“ sagði Pogba.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert