Hátt fall hjá Pennant

Jermaine Pennant.
Jermaine Pennant. AFP

Tíu árum eftir að hafa spilað úrslitaleik með Liverpool í Meistaradeild Evrópu er Jermaine Pennant kominn í lið sem leikur í sjöundu deild á Englandi.

Pennant, sem er 34 ára gamall, hefur skrifað undir tveggja ára samning við liðið Billericay Town og verður þar samherji leikmanna eins og Paul Konchesky og Jamie O´Hara sem báðir hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni.

Pennant lék með Liverpool frá 2006 til 2009 og þá hefur hann spilað með liðum eins og Arsenal, Birmingham, Portsmouth og Stoke. Hann gerði stuttan samning við enska C-deildarliðið Bury í janúar og lék 7 leiki með því á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert