Coutinho til Barca? „Ekki séns!“

Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. AFP

„Það er ekki nokkur einasti möguleiki að Liverpool selji hann. Ekki séns!“ segir Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Liverpool.

Carragher segir að Liverpol geti haldið honum í 12 mánuði í viðbót og að fari svo að Liverpool selji hann munu stuðninsgmenn gera uppþot gegn eigundunum.

Þessi félagaskiptagluggi hafi ekki verið góður að mati Carraghers fyrir Liverpool og að liðið þurfi engan veginn á stórri peningaupphæð fyrir Coutinho að halda.

„Þeir vildu [Virgil] Van Dijk og þeir vildu [Naby] Keita. Liverpool þarf ekki á pening að halda. Liðið á nægan pening. Klopp hefur ekki eytt svo neinu nemi þegar sölutekjur eru teknar með,“ sagði Carragher.

Gary Neville og Jamie Carragher.
Gary Neville og Jamie Carragher. Ljósmynd/Skysports.com

Þegar bakverðir eru að fara á 50-60 milljónir punda séu 100 milljónir fyrir sóknarþenkjandi miðjumann eins og Coutinho ekki mikið. Þær hefðu mögulega verið nóg í upphafi gluggans en ekki núna.

„Naby Keita, leikmaður sem Liverpool var að eltast við, er ekki tía, hann spilar á miðri miðjunni. Talað var um 60-70 milljónir fyrir hann. Hvernig í ósköpunum ætlarðu þá að leysa af hólmi Coutinho?,“ sagði Carragher.

„Hver er tilgangurinn með því að hafa Jürgen Klopp eða þessa eigendur hjá Liverpool ef þú ætlar að selja þína bestu leikmenn? Þú ert þarna til þess að ná árangri. Klopp er ekki bara þarna til þess að vera í topp fjórum,“ sagði Carragher.

Jürgen Klopp hefur sagt að Philippe Coutinho sé ekki til …
Jürgen Klopp hefur sagt að Philippe Coutinho sé ekki til sölu. AFP

„Eins og staðan er núna með Coutinho er ekki séns að hann fari í raun. Glugginn hefur ekki verið góður fyrir Liverpool sem hefur ekki hjálpað og það gætu orðið uppþot gegn eigendunum og félaginu ef hann færi vegna þess að þessi félagaskiptagluggi hefur ekki farið eins og Liverpool vildi,” sagði Carragher.

„Ég held bara að þeir geti fengið 12 mánuði í viðbót frá Coutinho,“ sagði Carragher.

Frétt Sky Sports í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert