Rooney kýldi Gylfa en verða nú samherjar

Fátt getur komið í veg fyrir að Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney verði samherjar hjá Everton eftir að Gylfi stóðst læknisskoðun hjá félaginu í morgun. Það rifjar upp atvik frá Evrópumótinu í Frakklandi síðasta sumar sem mbl.is greindi frá og vakti mikla athygli.

Eins og Íslendingum er í fersku minni þá vann Ísland frækinn sigur á Englandi í 16-liða úrslitum EM þar sem þeir Gylfi og Rooney áttust meðal annars við. Rooney var greinilega pirraður á slæmu gengi Englands í leiknum og virtist kýla Gylfa í leiknum. Atvikið átti sér stað á 58. mínútu en Rooney slapp þó með skrekkinn. 

Rooney sneri sem kunnugt er aftur til uppeldisfélags síns Everton í sumar eftir 13 ára dvöl hjá Manchester United. 

Atvikið má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.

Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney berjast um boltann í …
Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney berjast um boltann í leiknum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert