Getum verið betra lið án Gylfa

Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea.
Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea. AFP

Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, segir að lið hans geti jafnvel verið betra eftir brotthvarf Gylfa Þórs Sigurðssonar til Everton sem staðfest var í gær.

Swansea fékk 45 milljónir punda í kassann eftir söluna og Clement ætlar sér að styrkja hópinn vel.

„Með peningunum sem við höfum núna getum við styrkt hópinn vel og orðið betra lið en áður,“ sagði Clement, en var þó vissuelga svekktur að missa Gylfa. Hann segist þurfa tvo eða þrjá leikmenn til þess að fylla hans skarð.

„Félagið þarf að halda áfram núna en þetta verður mikil áskorun. Við viljum bæta við hópinn og ég var lengi í símanum við eigendurna í gærkvöldi. Við erum ekki lengur með Gylfa en höfum möguleika á að kaupa tvo eða þrjá leikmenn til þess að styrkja liðið á mismunandi stöðum,“ sagði Clement.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert