Jóhann Berg að fá liðsfélaga frá Leeds

Chris Wood í leik með nýsjálenska landsliðinu.
Chris Wood í leik með nýsjálenska landsliðinu. AFP

Enska B-deildarfélagið Leeds United hefur samþykkt tilboð úrvalsdeildarfélagsins Burnley upp á 15 milljónir punda fyrir nýsjálenska framherjann Chris Wood. Leikmaðurinn er mættur til Manchester, þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun. 

Wood skoraði 30 mörk fyrir Leeds á síðustu leiktíð og var markakóngur í B-deildinni. Hann á að baki 52 landsleiki fyrir Nýja-Sjáland og hefur hann skorað í þeim 20 mörk. 

Jóhann Berg Guðmundsson leikur með Burnley og hefur hann verið í byrjunarliðinu í báðum leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert