Marcos Alonso sá um Tottenham

Marcos Alonso fagnar glæsimarki sínu í dag.
Marcos Alonso fagnar glæsimarki sínu í dag. AFP

Spánverjinn Marcos Alonso var hetja Chelsea í 2:1-sigri liðsins á Tottenham á Wembley í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Sigurmarkið kom á 88. mínútu í stórskemmtilegum leik. 

Alonso skoraði eina mark fyrri hálfleiks með stórglæsilegri aukaspyrnu á 24. mínútu og þrátt fyrir mikla pressu frá Tottenham var staðan 1:0 í hálfleik. Tottenham hélt áfram að sækja í síðari hálfleik og kom verðskuldað jöfnunarmark á 82. mínútu en þá varð belgíski sóknarmaðurinn Michy Batshuayi fyrir því óláni að skalla knöttinn í eigið net, aðeins örfáum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 

Sex mínútum síðar var Alonso hins aftur á ferðinni er hann skoraði úr þröngu færi eftir sendingu frá Pedro. Hugo Lloris í marki Tottenham hefði átt að gera betur í markinu en missti boltann klaufalega undir sig. Eftir það náði Tottenham ekki að skapa sér færi og sterkur sigur Chelsea varð raunin. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Tottenham 1:2 Chelsea opna loka
90. mín. Vincent Janssen (Tottenham) kemur inn á
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert