Sigur hjá Axel og félögum í Reading

Axel Óskar Andrésson lék með Reading í gær.
Axel Óskar Andrésson lék með Reading í gær.

Knattspyrnumaðurinn Axel Óskar Andrésson var í fyrsta skipti í byrjunarliði Reading þegar liðið sigraði Millwall 3:1 í gær í enska deildabikarnum.

Axel Óskar er 19 ára gamall og uppalinn í Aftureldingu, en hann gekk til liðs við Reading árið 2014. Á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Bath City í utandeildinni.

Axel stóð sig vel í miðvarðarstöðunni hjá Reading í gær, en stuðningsmannasíða félagsins gaf Axel 7 í einkunn fyrir frammistöðuna.

„Axel Andrésson – 7 – Mjög góð og örugg frammistaða hjá nýstúdentinum sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði á tímabilinu. Hann var sterkur í loftinu og ekki hræddur við að velja djarfar sendingar, pjakkurinn á bjarta framtíð,“ segir á stuðningsmannasíðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert