Barcelona er búið að gefast upp

Philippe Coutinho fagnar marki sínu gegn Ekvador í nótt.
Philippe Coutinho fagnar marki sínu gegn Ekvador í nótt. AFP

Barcelona hefur loksins gefið upp vonir um að krækja í Brasilíumanninn Philippe Coutinho frá Liverpool áður en félagaskiptaglugganum verður lokað á Spáni í kvöld.

Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu en Liverpool hefur hafnað fjórum tilboðum frá Katalóníuliðinu í Brassann snjalla. Síðasta tilboð Barcelona kom í gærkvöld sem hljóðaði upp á 150 milljónir evra en sem fyrr hafnaði Liverpool tilboðinu hið snarasta.

Coutinho var í eldlínunni með brasilíska landsliðinu í fyrrinótt þar sem skoraði síðara markið í 2:0 sigri gegn Ekvadorum í undankeppni HM. Hann hefur ekkert spilað með Liverpool á leiktíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert