„Hef saknað Meistaradeildarinnar“

Paul Pogba og Romelu Lukaku verða í eldlínunni á Old …
Paul Pogba og Romelu Lukaku verða í eldlínunni á Old Trafford í kvöld. AFP

Paul Pogba miðjumaðurinn sterki í liði Manchester United segist spenntur að spila í Meistaradeildinni á nýjan leik en Unitd tekur á móti svissnesku meisturunum í Basel í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Manchester United vann sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að vinna Evrópudeildina á síðustu leiktíð.

„Vitaskuld kom ég til Manchester United til að spila í Meistaradeildinni,“ segir Pogba, sem lék til úrslita í Meistaradeildinni tímabilið 2014-15 þegar Juventus tapaði fyrir Barcelona í úrslitaleiknum.

„Ég hef saknað þess að spila ekki í Meistaradeildinni svo ég er gríðarlega spenntur. Fólk hefur talað um að við séum í auðveldum riðli en leikir í Meistaradeildinni eru aldrei auðveldir. Þú ert að spila á móti liðum sem svo sannarlega vilja vinna Manchester United. Við vitum því að hver leikur verður erfiður,“ segir Frakkinn.

Líklegt byrjunarlið United í kvöld: De Gea; Valencia, Smalling, Lindelöf, Blind; Fellaini, Matić, Pogba; Mata, Rashford; Lukaku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert