City ætlar aftur í Sánchez

Alexis Sánchez.
Alexis Sánchez. AFP

Manchester City hefur ekki gefist upp í baráttunni um að krækja í sóknarmanninn Alexis Sánchez frá Arsenal en City var eitt margra liða sem reyndi að fá Sílemanninn til liðs við sig í sumar.

Breska blaðið Daily Telgraph greinir frá því að Manchester City ætli á nýjan leik að reyna að fá Sánchez þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar. Samningur hans við Arsenal rennur út næsta sumar og frá 1. janúar getur hann byrjað að ræða við nýja vinnuveitendur.

Arsenal hafnaði í sumar 60 milljóna punda tilboði frá City í sóknarmanninn sem hefur átt við meiðsli að stríða í byrjun tímabilsins og hefur aðeins náð að spila einn heilan leik með Lundúnaliðinu á leiktíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert