Sagðir vilja gera nýjan samning

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Manchester United er sagt vilja gera nýjan fimm ára samning við portúgalska knattspyrnustjórann José Mourinho.

Mourinho er sagður reiðubúinn til að skrifa undir nýjan samning en hann tók við Manchester-liðinu fyrir síðustu leiktíð og gerði þá þriggja ára samning.

Geri Mourinho nýjan fimm ára samning tryggir það honum 65 milljónir punda sem jafngildir 9 milljörðum króna. Mourinho er hæst launaði stjórinn í ensku úrvalsdeildinni í dag ásamt Pep Guardiola, stjóra Manchester City, en vikulaun þeirra nema 250 þúsund pundum, 35 milljónum króna.

Undir stjórn Mourinho vann Manchester United Evrópudeildina í fyrra og náði þar með að vinna sér keppnisréttinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en liðið hafnaði í 6. sæti í deildinni. United hefur byrjað tímabilið með látum og er í toppsæti deildarinnar ásamt grönnum sínum í Manchester City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert