Lögreglan rannsakar slagsmálin

Leikmenn Everton og Lyon í handalögmálum í leik liðanna í …
Leikmenn Everton og Lyon í handalögmálum í leik liðanna í gærkvöldi. AFP

Lögreglan í Merseyside hefur staðfest að háttsemi stuðningsmanns Everton, sem virtist slá til Anthony Lopes, markavarðar Lyon, þegar Everton beið lægri hlut fyrir franska liðinu, 2:1, í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi sé til rannsóknar hjá embættinu. 

Stuðningsmaðurinn sem virtist af myndum að dæma halda á ungu barni á meðan hann sló til Lopes hefur nú þegar verið settur í bann af hálfu Everton frá leikjum félagsins í framtíðinni.

Slagsmál brutust út eftir að Ashley Williams sem skoraði mark Everton í leiknum hrinti Lopes í átt að stuðningsmannasvæði Everton fyrir aftan mark Lyon og stuðningsmaðurinn blandaði sér í handalögmálin.  

„Lögregluembættið í Merseyside staðfestir hér með að embættið hafi háttsemi stuðningsmanna Everton í leik leiksins gegn Lyon á Goodison Park í gærkvöldi til rannsóknar. Verið er að fara yfir myndefni sem náðist af atvikinu og fá frásögn vitna af atvikinu. Þegar rannsókn lýkur verður málið mögulega sett í ákæruferli,“ sagði í yfirlýsinu lögreglunnar í Merseyside um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert