Erum að bæta okkur á báðum endum

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnar sigri liðsins gegn West Ham …
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnar sigri liðsins gegn West Ham United í dag. AFP

„Úrslit leiksins glöddu mig mest, en frammistaða leikmanna vakti líka kátínu hjá mér. Við ákváðum að stilla upp liði sem gæti ógnað með hraða í skyndisóknum og það gekk vel upp í þessum leik,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í samtali við BBC eftir 4:1-sigur liðsins gegn West Ham United í dag.

„Það er jákvætt að við séum að bæta okkur jafnt og þétt í sóknarleiknum, auk þess sem við erum að verða þéttari í sóknarleiknum. Við vorum stöðugt ógnandi með hraða okkar í sóknarleiknum. Það var gott að fá Sadio Mané til baka og það var gaman að sjá hvað hann var í góðu formi í dag,“ sagði Klopp um leik sinna manna í dag. 

„Mohamed Salah hefur verið öflugur fyrir okkur á leiktíðinni. Ég vissi að hann væri góður leikmaður og ég bjóst við því að hann myndi spila vel fyrir okkur. Salah hentar vel í þeirri leikaðferð sem við spiluðum í dag, það er þegar við erum þéttir til baka og beitum svo skyndisóknum. Salah ógnar sífellt með hraða sínum og hann kláraði færin sín vel í dag,“ sagði Klopp um Salah sem skoraði tvö marka Liverpool í leiknum í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert