Tottenham marði botnliðið

Frá leik Tottenham og Crystal Palace í dag.
Frá leik Tottenham og Crystal Palace í dag. AFP

Tottenham hafði betur gegn Crystal Palace, 1:0, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Wembley í dag. Tottenham var nokkuð frá sínu besta í leiknum og getur liðið þakkað Paulo Gazzaniga, markmanni sínum, stigin þrjú. 

Gazzaniga stóð á milli stanga Tottenham í fjarveru Hugos Lloris og hann stóð sig mjög vel. Crystal Palace fékk nokkur mjög góð færi, en Argentínumaðurinn var í stuði. Hinum megin skoraði Heung-Min Son sigurmarkið á 64. mínútu með fallegu skoti utan teigs. 

Tottenham er í 3. sæti deildarinnar með 23 stig, eins og Manchester United, en United á leik til góða. Palace er enn í botnsætinu með aðeins fjögur stig. 

Tottenham 1:0 Cr. Palace opna loka
90. mín. Leik lokið Tottenham tekur stigin þrjú, þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínu besta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert