Lukaku fer ekki í steininn

Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. AFP

Romelu Lukaku, framherji Manchester United, sleppur við mögulegan fangelsisdóm í Bandaríkjunum eftir að hafa samþykkt að greiða sekt til lögreglunnar í Beverly Hills.

Forsaga málsins er sú að Lukaku var hand­tek­inn í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um 2. júlí í sumar. Ástæða hand­tök­unn­ar voru kvart­an­ir frá ná­grönn­um yfir hávaða í íbúð í Bever­ly Hills, þar sem hann var í fríi.

Hann og fé­lag­ar hans voru að skemmta sér langt fram á nótt og var að lok­um hringt í lög­regl­una vegna hávaðans en fimm kvartanir bárust lögreglunni sem endaði með því að Belginn var handtekinn. Þetta gerðist rétt áður en hann skrifaði undir samning við Manchester United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert