Bráðabirgðastjóri Everton að missa það

David Unsworth lætur í sér heyra á hliðarlínunni í dag.
David Unsworth lætur í sér heyra á hliðarlínunni í dag. AFP

David Unsworth, bráðabirgðastjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton, var alls ekki sáttur eftir 4:1-tapið fyrir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Unsworth, sem áður var þjálfari varaliðs Everton, hefur verið með aðalliðið í rúman mánuð eftir að Ronald Koeman var rekinn. Undir hans stjórn hefur Everton unnið einn leik af sjö.

„Þetta er að ganga frá mér. Ég tek ábyrgð, en það þurfa allir að gera það. Við erum í erfiðum málum og hlutirnir verða að breytast fljótt,“ sagði Unsworth, en draumamark Gylfa dugði skammt fyrir Everton.

„Sjálfstraustið er eins lítið og það getur verið. Félagið þarf að fá vissu í hlutina og því fyrr því betra. Leikmennirnir þurfa að fá hlutina á hreint. Ég vil það besta fyrir félagið og vona að leikmennirnir vilji það líka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert