Liverpool skoraði fimm - Everton vann aftur

Gylfi Þór Sigurðsson kemur Everton yfir í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson kemur Everton yfir í dag. AFP

Liverpool gerði ansi góða ferð til Brighton og fór illa með nýliðana er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 5:1 í þægilegum leik fyrir Bítaborgarliðið. Roberto Firmino skoraði tvö mörk og Emre Can og Philippe Coutinho skoruðu sitt hvort markið. Síðasta mark Liverpool var sjálfsmark en Glenn Murray skoraði mark Brighton úr víti. 

Everton vann sinn annan leik í röð, er Gylfi Þór Sigurðsson og félagar fengu heimsókn frá Huddersfield. Gylfi skoraði fyrra markið á 47.mínútu og Dominic Calvert-Lewin skoraði annað markið hálftíma síðar og þar við sat. 

Jóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar hans í Burnley þurftu hins vegar að sætta sig við 1:0-tap gegn Leicester á útivelli. Demarai Gray skoraði sigurmarkið á 6. mínútu. Jóhann Berg lék allan leikinn fyrir Burnley. 

Watford náði jafntefli gegn Tottenham á heimavelli, 1:1, en Tottenham hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Stoke lagði Swansea á heimavelli sínum, 2:1 og loks gerðu WBA og Crystal Palace markalaust jafntefli. 

Úrslit dagsins í enska boltanum:

Brighton - Liverpool 1:5
Murray, víti 51' -- Can 30', Firmino 32' 48', Coutinho 87' Dunk, sjálfsmark 89')

Everton - Huddersfield 2:0
Gylfi Þór Sigurðsson 47', Calvert-Lewin 73'

Leicester - Burnley 1:0
Gray 6'

Stoke - Swansea 2:1
Shaqiri 36', Diouf 40' -- Bony 3'

Watford - Tottenham 1:1
Kabasele 13' -- Son 24' Sanches, rautt spjald 53'

WBA - Crystal Palace 0:0

Emre Can kom Liverpool á bragðið.
Emre Can kom Liverpool á bragðið. AFP
Brighton 1:5 Liverpool opna loka
90. mín. Leik lokið Gríðarlega öruggt hjá Liverpool í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert