Wenger skýtur á fyrrverandi lærisvein

Jürgen Klopp og Alex Oxlade-Chamberlain.
Jürgen Klopp og Alex Oxlade-Chamberlain. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist ekki skilja hvers vegna Alex Oxlade-Chamberlain haldi sæti sínu í liði Liverpool, en hann fór einmitt á milli félaganna í sumar.

Oxlade-Chamberlain snýr aftur á Emirates-leikvanginn í kvöld í fyrsta sinn þegar Liverpool heimsækir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og í aðdraganda leiksins skaut Wenger skotum að sínum gamla lærisveini.

„Þú getur ekki látið eins og þú sért stórstjarna, setið í þínum hægindastól og ekki barist fyrir þínu sæti. Allir leikmenn þurfa að berjast og þú ættir aldrei að vera viss um þitt sæti,“ sagði Wenger.

Hinn 24 ára gamli Oxlade-Chamberlain kostaði Liverpool 35 milljónir punda þegar Jürgen Klopp keypti hann í sumar, en hann spilaði 132 leiki á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Wenger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert