Gylfi síðastur til að yfirgefa æfingasvæðið

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, hélt út í atvinnumennsku árið 2005 þegar hann gekk til liðs við Reading.

Þar æfði hann með unglingaakademíu félagsins ásamt Alex McCarthy, markverði Southampton, en þeir léku saman með unglingaliðum félagsins.

McCarthy ræddi tíma sinn hjá Reading og Gylfa Þór Sigurðsson við Tómas Þór Þórðarson, ritstjóra enska boltans, á dögunum.

„Við vorum í sömu akademíu hjá Reading og spiluðum mikið saman á þeim tíma,“ sagði McCarthy.

„Ég vissi alltaf að Gylfi myndi ná langt því hann var gríðarlega hæfileikaríkur ungur leikmaður.

Hann var og er atvinnumaður fram í fingurgóma og hefur átt mjög farsælan feril sem knattspyrnumaður.

Hann var alltaf síðastur til að yfirgefa æfingasvæðið og þegar hann fékk tækifæri með aðalliðinu var þetta honum allt svo eðlislægt,“ sagði McCarthy meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert